Innlent

Skilorð vegna dráttar á rannsókn

Rúmlega þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni, sem er þroskahömluð. Sjálfur er maðurinn nokkuð þroskahamlaður og í slakri félagslegri stöðu. Maðurinn játaði þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru. Árið 1998 snerti maðurinn bak stúlkunnar með getnaðarlim sínum. Þá sýndi hann henni fjórum sinnum klámmyndbönd á árunum 1998 til 2002. Maðurinn er sagður hafa, í skjóli aldurs síns og frændsemi, notið ákveðinnar virðingar og trausts hjá stúlkunni sem hann hafi misnotað með háttsemi sinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði brot sín greiðlega og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þótti dómnum rétt að skilorðsbinda dóminn í tvö ár vegna þess hversu langt er um liðið frá því að brotin voru framin og vegna þess að rannsókn málsins dróst. Barnasálfræðingur segir stúlkuna vera viðkvæmari fyrir en heilbrigð börn vegna þroskahömlunar sinnar og eiga erfiðara með að vinna úr því sem hún varð fyrir. Einnig sé hún áhrifagjörn og auðvelt fórnarlamb.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×