Innlent

Alþingi dæmt til greiðslu bóta

Alþingi var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmt til að greiða rúmlega sextugum manni tæpar 3,3 milljónir fyrir slys sem hann varð fyrir í bílageymslu nýbyggingar Alþingishússins árið 2001. Maðurinn steyptist niður tvo metra ofan í gryfju, í bílageymslunni, í gegnum óvarið op. Hann lenti illa á vinstri fæti, hægri öxl og bringu. Töluvert vatn var í neðri hluta gryfjunnar og fór stefnandi á kaf í það. Engin lýsing var til staðar. Þótti dómnum maðurinn hafa sýnt verulegt gáleysi með því að fara inn í rýmið sem hann var ekki kunnugur án lýsingar. Því var hann einnig sjálfur eiga sök á slysinu og var sökinni skipt til helminga. Maðurinn stefndi einnig verktakafyrirtækinu sem sá um byggingu bílageymslunnar en fyrirtækið var sýknað af kröfum hans. Hann þurfti því að greiða verktökunum 200 þúsund krónur í málskostnað en Alþingi var gert að greiða málskostnað hans upp á 650 þúsund krónur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×