Eitt högg er nóg 14. desember 2004 00:01 Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira