Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi 11. desember 2004 00:01 Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær. Þýska deildin er komin í sex vikna vetrarfrí eins en það leit lengi vel út fyrir það í gær að Bæjarar væru að missa toppsætið eftir að Stuttgart komst í 2-0 með mörkum Silvio Meissner og Kevin Kuranyi. En Perúbúarnir Claudio Pizarro og Paolo Guerrero skoruðu báðir á síðustu tuttugu mínútum og tryggðu Bayern 2-2 jafntefli og þar með toppsætið á betri markatölu en Schalke 04, sem gerði einnig jafntefli í gær, gegn SC Freiburg sem hafði fyrir leikinn tapað sjö leikjum í röð. Bayern og Schalke hafa þremur stigum meira en Stuttgart. Hinn tvítugi Paolo Guerrero, sem byrjaði tímabilið með varaliði Bayern í þýsku 3. deildinni, lagði einnig upp fyrra mark liðsins sem landi hans Pizarro skoraði en jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Guerrero var á réttum stað til að fylgja eftir skalla Michaels Ballack. Strákurinn hefur skorað mikilvæg mörk fyrir liðið eftir að hann fékk tækfærið og það þykir örugglega flestum furðulegt að í þessu stórliði skuli það vera tveir leikmenn frá Perú sem eru að skora mörkin. "Við vorum mjög heppnir í dag," sagði Uli Höness, einn forráðamanna Bayern, en liðið fékk aðeins tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum, sem heldur mikilli spennu í toppbaráttunni þegar keppni hefst aftur í lok janúar. Íslenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær. Þýska deildin er komin í sex vikna vetrarfrí eins en það leit lengi vel út fyrir það í gær að Bæjarar væru að missa toppsætið eftir að Stuttgart komst í 2-0 með mörkum Silvio Meissner og Kevin Kuranyi. En Perúbúarnir Claudio Pizarro og Paolo Guerrero skoruðu báðir á síðustu tuttugu mínútum og tryggðu Bayern 2-2 jafntefli og þar með toppsætið á betri markatölu en Schalke 04, sem gerði einnig jafntefli í gær, gegn SC Freiburg sem hafði fyrir leikinn tapað sjö leikjum í röð. Bayern og Schalke hafa þremur stigum meira en Stuttgart. Hinn tvítugi Paolo Guerrero, sem byrjaði tímabilið með varaliði Bayern í þýsku 3. deildinni, lagði einnig upp fyrra mark liðsins sem landi hans Pizarro skoraði en jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Guerrero var á réttum stað til að fylgja eftir skalla Michaels Ballack. Strákurinn hefur skorað mikilvæg mörk fyrir liðið eftir að hann fékk tækfærið og það þykir örugglega flestum furðulegt að í þessu stórliði skuli það vera tveir leikmenn frá Perú sem eru að skora mörkin. "Við vorum mjög heppnir í dag," sagði Uli Höness, einn forráðamanna Bayern, en liðið fékk aðeins tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum, sem heldur mikilli spennu í toppbaráttunni þegar keppni hefst aftur í lok janúar.
Íslenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn