Innlent

Sæstrengir í stuttu máli

Sæstrengirnir tveir sem til landsins liggja tryggja stafræna gagnaflutninga til og frá landinu. Strengirnir eru í raun fjöldi ljósleiðara sem lagðir eru saman í þykkum kapli, en um ljósleiðarana fara svo hvers konar stafræn gögn, sama hvort þar er um að ræða hljóð- eða myndsendingar, eða gagnastreymi Internetsins. Cantat-3 sæstrengurinn er orðinn 10 ára gamall og um margt takmarkaður í samanburði við Farice sæstrenginn sem tekinn var í notkun í byrjun ársins. Cantat-3 tengir hins vegar Vestur-Evrópu við Norður-Ameríku og liggur þvert yfir Norður-Atlantsshaf á milli Íslands og Færeyja, meðan Farice strengurinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands, með viðkomu í Færeyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×