Miltisbrandssýkt hross brennd 9. desember 2004 00:01 Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira