Úrslit úr Meistaradeildinni 7. desember 2004 00:01 Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira