Innlent

Enduðu ránsförina á ljósastaur

Þrír innbrotsþjófar, sem jafnframt gerðust bílþjófar í nótt, enduðu ránsför sína á ljósastaur í Breiðholti. Grunur leikur á að þeir hafi brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði, stolið þaðan ýmsum munum og bíl í eigu fyrirtækisins. Ferðalag þremenninganna, sem jafnframt eru taldir hafa verið ölvaðir, gekk ekki betur en svo að þeir óku bílnum stolna á ljósastaur. Þeir reyndu síðan að lauma sér brott af vettvangi en vegfarendur gátu bent lögreglu á þá og voru þeir handteknir skömmu síðar. Þarna reyndust á ferð piltar í kringum tvítugt og var þeim stungið í fangageymslu. Þar bíður þeirra nú yfirheyrsla. Í bílnum fannst fjöldi muna sem talinn er ránsfengur úr innbrotinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×