Skutu sér leið inn í íbúðina 4. desember 2004 00:01 Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira