Skutu sér leið inn í íbúðina 4. desember 2004 00:01 Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira