
Innlent
Handteknir með vopn og þýfi
Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo menn þar sem þeir voru að bera vopn, tölvur og fleira góss úr bíl sínum inn í hús í Austurborginni. Vopnin voru riffill og haglabyssa og reyndust þau, ásamt öðrum hlutum, vera úr innbroti í íbúðarhús í Grafarvogi í fyrrakvöld. Mennirnir gista fangageymslur og grunar lögreglu að tveir menn til viðbótar séu viðriðnir málið og er þeirra nú leitað. Andvirði þýfisins nemur mörg hundruð þúsundum króna.
Fleiri fréttir
×