Situr við að falda í flugvélinni 2. desember 2004 00:01 "Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
"Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira