Hasssending stíluð á föðurinn 1. desember 2004 00:01 Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira