Innlent

Íhugar meiðyrðamál

Fyrrverandi endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna var sýknaður í Hérðasdómi Reykjavíkur í gær. Hann var sakaður um að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi. Gunnar Örn Kristjánsson, endurskoðandi og fyrrverandi forstjóri SÍF, segir dóminn afdráttarlausan. Hann hafi farið yfir hann með sínum lögfræðingi og íhugi næstu skref. Hann segir sannleikinn hafa komið í ljós: "Ég er hræddur um að síðustu orðin hafi ekki verið sögð." Hver þau verði komi í ljós. Allar leiðir séu opnar, meðal annars hvort rétt sé að fara í meiðyrðamál vegna óvæginnar umfjöllunar fjölmiðla. Gunnari Erni sást yfir fjárdrátt framkvæmdastjóra sjóðsins, Lárusar Halldórssonar, sem dró að sér tæplega 76 milljónir króna á árunum 1992 til 1999. Í niðurstöðu dómsins er gagnrýnt að fullyrðingar Lárusar um að hann hafi vísvitandi blekkt Gunnar Örn svo fjárdráttur hans kæmist ekki upp hafi ekki verið rannsakaðar. Vinnubrögð lögreglunnar voru einnig gagnrýnd þar sem persónuleg og fjárhagsleg tengsl hafi dregið úr trúverðugleika sérfræðiálita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×