Afturhaldskommatittir á Alþingi 29. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira