Afturhaldskommatittir á Alþingi 29. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sjá meira