Innlent

Átak gegn ölvunarakstri

Átak lögreglunnar í Reykjavík til að koma í veg fyrir ölvunarakstur fyrir jólin er hafið. Um helgina voru 560 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og tveir reyndust án ökuréttinda. Auk þeirra sem stöðvaðir voru í átakinu voru níu ökumenn handteknir um helgina grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík. Lögreglan mun halda átakinu áfram á næstu vikum og reynt verður að haga því þannig að þær valdi sem minnstum töfum á umferð. Að mati lögreglu hafa sambærilegar aðgerðir gegn ölvunarakstri undanfarin ár skilað góðum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×