Innlent

Erill hjá lögreglunni

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra lenti í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan tvö í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn með minniháttar meiðsl. Þá var tilkynnt um innbrot í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Þegar lögreglan kom á vettvang tóku hún eftir því að rúða hafði verið brotin. Ekki er vitað hvort að einhverju var stolið eða hverjir voru að verki. Þetta var laust fyrir klukkan tvö. Skömmu áður var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Holtunum í Mosfellsbæ. Þar hafði rúða í útihurð verið brotin, en eins og í hinu innbrotinu, er ekki vitað hvort einhverju var stolið. Um klukkan hálfþrjú varð vart við drengi í nýbyggingu við Laugardalslaug. Þegar lögrelumenn komu á staðinn höfðu þeir hendur í hári þriggja pilta fjórtán og fimmtán ára, en þrír aðrir sluppu út í náttmyrkrið. Þeir þrír sem lögreglan handsamaði voru fluttir á lögreglustöðina og sóttur foreldrar þá þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×