Fréttablaðið í belti 25. nóvember 2004 00:01 "Ég keypti þessi belti af tveim stúlkum sem búa í Zürich í Sviss. Þær unnu keppni í miðskóla í Sviss þar sem þær þurftu að stofna fyrirtæki og reka það. Þær sérhæfðu sig í að búa til belti með greinum og fyrirsögnum úr svissneskum blöðum. Þær hafa unnið alþjóðleg verðlaun fyrir þessa hönnun í Möltu en ég er sú fyrsta sem fæ belti búin til úr öðru en svissneskum dagblöðum. Þær skilja auðvitað ekki íslensku en ég sendi þeim nokkur Fréttablöð og þær völdu það sem þær notuðu," segir Mariella Langenbacher, eigandi verslunarinnar, en hún fékk fréttir af stúlkunum þar sem hún er frá Sviss. Beltin kallar Mariella Fréttabelti einfaldlega vegna þess að þau eru búin til úr Fréttablaðinu. Þetta er flott og töff belti en jafnframt vönduð því Mariella leggur mikinn metnað í að hafa hlutina sem hún selur vandaða, enda listfræðingur að mennt. Beltin eru svo sannarlega sérstök því Mariella hefur aðeins tuttugu stykki til sölu og ekkert þeirra er eins. Hvert belti kostar 3.500 krónur. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég keypti þessi belti af tveim stúlkum sem búa í Zürich í Sviss. Þær unnu keppni í miðskóla í Sviss þar sem þær þurftu að stofna fyrirtæki og reka það. Þær sérhæfðu sig í að búa til belti með greinum og fyrirsögnum úr svissneskum blöðum. Þær hafa unnið alþjóðleg verðlaun fyrir þessa hönnun í Möltu en ég er sú fyrsta sem fæ belti búin til úr öðru en svissneskum dagblöðum. Þær skilja auðvitað ekki íslensku en ég sendi þeim nokkur Fréttablöð og þær völdu það sem þær notuðu," segir Mariella Langenbacher, eigandi verslunarinnar, en hún fékk fréttir af stúlkunum þar sem hún er frá Sviss. Beltin kallar Mariella Fréttabelti einfaldlega vegna þess að þau eru búin til úr Fréttablaðinu. Þetta er flott og töff belti en jafnframt vönduð því Mariella leggur mikinn metnað í að hafa hlutina sem hún selur vandaða, enda listfræðingur að mennt. Beltin eru svo sannarlega sérstök því Mariella hefur aðeins tuttugu stykki til sölu og ekkert þeirra er eins. Hvert belti kostar 3.500 krónur.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira