Fréttablaðið í belti 25. nóvember 2004 00:01 "Ég keypti þessi belti af tveim stúlkum sem búa í Zürich í Sviss. Þær unnu keppni í miðskóla í Sviss þar sem þær þurftu að stofna fyrirtæki og reka það. Þær sérhæfðu sig í að búa til belti með greinum og fyrirsögnum úr svissneskum blöðum. Þær hafa unnið alþjóðleg verðlaun fyrir þessa hönnun í Möltu en ég er sú fyrsta sem fæ belti búin til úr öðru en svissneskum dagblöðum. Þær skilja auðvitað ekki íslensku en ég sendi þeim nokkur Fréttablöð og þær völdu það sem þær notuðu," segir Mariella Langenbacher, eigandi verslunarinnar, en hún fékk fréttir af stúlkunum þar sem hún er frá Sviss. Beltin kallar Mariella Fréttabelti einfaldlega vegna þess að þau eru búin til úr Fréttablaðinu. Þetta er flott og töff belti en jafnframt vönduð því Mariella leggur mikinn metnað í að hafa hlutina sem hún selur vandaða, enda listfræðingur að mennt. Beltin eru svo sannarlega sérstök því Mariella hefur aðeins tuttugu stykki til sölu og ekkert þeirra er eins. Hvert belti kostar 3.500 krónur. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég keypti þessi belti af tveim stúlkum sem búa í Zürich í Sviss. Þær unnu keppni í miðskóla í Sviss þar sem þær þurftu að stofna fyrirtæki og reka það. Þær sérhæfðu sig í að búa til belti með greinum og fyrirsögnum úr svissneskum blöðum. Þær hafa unnið alþjóðleg verðlaun fyrir þessa hönnun í Möltu en ég er sú fyrsta sem fæ belti búin til úr öðru en svissneskum dagblöðum. Þær skilja auðvitað ekki íslensku en ég sendi þeim nokkur Fréttablöð og þær völdu það sem þær notuðu," segir Mariella Langenbacher, eigandi verslunarinnar, en hún fékk fréttir af stúlkunum þar sem hún er frá Sviss. Beltin kallar Mariella Fréttabelti einfaldlega vegna þess að þau eru búin til úr Fréttablaðinu. Þetta er flott og töff belti en jafnframt vönduð því Mariella leggur mikinn metnað í að hafa hlutina sem hún selur vandaða, enda listfræðingur að mennt. Beltin eru svo sannarlega sérstök því Mariella hefur aðeins tuttugu stykki til sölu og ekkert þeirra er eins. Hvert belti kostar 3.500 krónur.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira