Andvaraleysið ógnar okkur 24. nóvember 2004 00:01 Öryggis- og mengunarmál eru ekki ofarlega í hugum Íslendinga. Við virðumst á margan hátt lifa í þeirri tálsýn að Reykjavík sé einhver hreinasta og öruggasta borg á jarðarkringlunni. Eldsvoðinn á svæði Hringrásar við Sundahöfn vekur margar spurningar um aðgerðir okkar, aðgerðaleysi og viðhorf til umhverfisins. Fram hefur komið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við eldvarnir á svæði Hringrásar. Þar var bent á að hraukar endurvinnanlegs úrgangs væru það háir að búast mætti við að rýma þyrfti stór svæði ef eldur yrði laus. Þá var einnig bent á það í bréfinu að reykur frá eldi í slíkum haug gæti valdið verulegu umhverfis- og eignatjóni. Sú varð því miður raunin að hátt í sexhundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín og hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna þess að ekki var gripið til viðeigandi aðgerða. Slíkt er dýr áminning um að taka ber tilmælum þeirra yfirvalda sem hafa eftirlit með eldvörnum og öryggi af fullri alvöru. Einkum er ábyrgð þeirra fyrirtækja sem starfa í nágrenni íbúðabyggðar mikil. Íbúðabyggð hefur teygt sig í átt að svæðum sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir atvinnurekstur. Grafarvogurinn er dæmi um íbúðabyggð sem var komin í nálægð við Áburðarverksmiðjuna þar sem mikið af ammoníaki var notað við framleiðslu. Ekki var mikið gefið fyrir gagnrýni á byggð svo nærri verksmiðjunni. Sem betur fer varð ekki stórslys af því nábýli, en ammoníak lak í kyrru veðri frá verksmiðjunni fyrir um áratug. Ekki varð skaði af, en íbúar Grafarvogs höfðu í það minnsta litla ánægju af atvikinu. Íslendingar eru þó ekki einir um kæruleysi gagnvart mengun og slysahættu. Nýlega brann fugeldaverksmiðja í miðju íbúðahverfi í Danmörku. Mikil mildi var að ekki fór verr þegar eldurinn breiddist út og fjöldi heimila varð rústir einar. Slíkir atburðir eru áminning um að taka ber alvarlega þeim reglum sem settar hafa verið um öryggi á vinnustöðum, brunavarnir og umhverfismál. Þótt ýmsum finnist stundum gæta smásmygli í regluverki og kröfum eftirlitsstofnana, þá eru reglurnar settar til að koma í veg fyrir atburði eins og brunann hjá Hringrás; bruna þar sem veður og vindátt ráða meiru um eigna- og heilsutjón af völdum hans heldur en sjálfsagðar ráðstafanir sem stjórnendum fyrirtækja ber að grípa til. Slys geta alltaf orðið, en fyrir liggja reglur og leiðir til þess að lágmarka tjón og hættu af þeim. Eftir slíkum reglum ber skilyrðislaust að fara. Sjónir manna hljóta einnig í því samhengi að beinast að því hvort eftirlitsstofnanir þurfi að ganga harðar fram í að fylgja eftir aðfinnslum sínum og hvort beita eigi sektum til þess að undirstrika alvöru málsins. Best er að meðvitund manna um ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og umhverfi verði svo rík að ekki þurfi að beita fortölum og viðurlögum til að eldvarna- og mengunaröryggi sé sæmilega tryggt. Eldsvoðinn við Sundahöfn bendir því miður til þess að þeir tímar séu ekki runnir upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Öryggis- og mengunarmál eru ekki ofarlega í hugum Íslendinga. Við virðumst á margan hátt lifa í þeirri tálsýn að Reykjavík sé einhver hreinasta og öruggasta borg á jarðarkringlunni. Eldsvoðinn á svæði Hringrásar við Sundahöfn vekur margar spurningar um aðgerðir okkar, aðgerðaleysi og viðhorf til umhverfisins. Fram hefur komið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við eldvarnir á svæði Hringrásar. Þar var bent á að hraukar endurvinnanlegs úrgangs væru það háir að búast mætti við að rýma þyrfti stór svæði ef eldur yrði laus. Þá var einnig bent á það í bréfinu að reykur frá eldi í slíkum haug gæti valdið verulegu umhverfis- og eignatjóni. Sú varð því miður raunin að hátt í sexhundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín og hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna þess að ekki var gripið til viðeigandi aðgerða. Slíkt er dýr áminning um að taka ber tilmælum þeirra yfirvalda sem hafa eftirlit með eldvörnum og öryggi af fullri alvöru. Einkum er ábyrgð þeirra fyrirtækja sem starfa í nágrenni íbúðabyggðar mikil. Íbúðabyggð hefur teygt sig í átt að svæðum sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir atvinnurekstur. Grafarvogurinn er dæmi um íbúðabyggð sem var komin í nálægð við Áburðarverksmiðjuna þar sem mikið af ammoníaki var notað við framleiðslu. Ekki var mikið gefið fyrir gagnrýni á byggð svo nærri verksmiðjunni. Sem betur fer varð ekki stórslys af því nábýli, en ammoníak lak í kyrru veðri frá verksmiðjunni fyrir um áratug. Ekki varð skaði af, en íbúar Grafarvogs höfðu í það minnsta litla ánægju af atvikinu. Íslendingar eru þó ekki einir um kæruleysi gagnvart mengun og slysahættu. Nýlega brann fugeldaverksmiðja í miðju íbúðahverfi í Danmörku. Mikil mildi var að ekki fór verr þegar eldurinn breiddist út og fjöldi heimila varð rústir einar. Slíkir atburðir eru áminning um að taka ber alvarlega þeim reglum sem settar hafa verið um öryggi á vinnustöðum, brunavarnir og umhverfismál. Þótt ýmsum finnist stundum gæta smásmygli í regluverki og kröfum eftirlitsstofnana, þá eru reglurnar settar til að koma í veg fyrir atburði eins og brunann hjá Hringrás; bruna þar sem veður og vindátt ráða meiru um eigna- og heilsutjón af völdum hans heldur en sjálfsagðar ráðstafanir sem stjórnendum fyrirtækja ber að grípa til. Slys geta alltaf orðið, en fyrir liggja reglur og leiðir til þess að lágmarka tjón og hættu af þeim. Eftir slíkum reglum ber skilyrðislaust að fara. Sjónir manna hljóta einnig í því samhengi að beinast að því hvort eftirlitsstofnanir þurfi að ganga harðar fram í að fylgja eftir aðfinnslum sínum og hvort beita eigi sektum til þess að undirstrika alvöru málsins. Best er að meðvitund manna um ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og umhverfi verði svo rík að ekki þurfi að beita fortölum og viðurlögum til að eldvarna- og mengunaröryggi sé sæmilega tryggt. Eldsvoðinn við Sundahöfn bendir því miður til þess að þeir tímar séu ekki runnir upp.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun