Innlent

Nágranninn vildi ekki fara

Heiðar Smárason þurfti að yfirgefa heimili sitt við Brekkulæk ásamt fjölskyldu sinni vegna stórbrunans sem varð á svæði Hringrásar. Heiðar segir fyrst hafa komið lykt inn í íbúðina en á einum og hálfum tíma hafi verið kominn nokkur reykur inni. Heiðar segir lögregluna hafa komið með gasgrímur og bankað upp á og sagt fólki að yfirgefa heimili sín. Eftir að lögreglan var farin fór Heiðar niður til aldraðs nágranna síns til að fá hann með þeim úr húsinu. Hann segir ekki hafa komið til álita hjá manninum að fara eitt eða neitt. "Hann hló bara og sagðist ekki ætla að hreyfa sig. Honum fannst þetta ekki nú ekki mikið mál," segir Heiðar, sem síðan lét lögregluna vita af manninum. Dóttir Heiðars á unglingsaldri er blind og varð hún í fyrstu fyrir nokkru áfalli. Hún sá ekki hvað var að gerast heldur fann lyktina og varð að treysta algjörlega á fjölskyldu sína til að fá upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×