Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum 13. október 2005 15:02 Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira