Hafa ekki efni á samningunum 19. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira