Tekjuskattur lækkar um 4% 19. nóvember 2004 00:01 Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent. Fjármál Innlent Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent.
Fjármál Innlent Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“