Tekjuskattur lækkar um 4% 19. nóvember 2004 00:01 Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent. Fjármál Innlent Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent.
Fjármál Innlent Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira