Innlent

Bílþjófar fengu aðstoð lögreglu

Athugull vegfarandi sem átti leið fram hjá Seyðishólum í Grímsnesi í nótt sá þar til tveggja manna, sem voru að bjástra við að skipta um dekk á bíl, en fórst það illa úr hendi. Hann lét lögregluna á Selfossi vita sem fór á vettvang og kom þá í ljós að mennirnir voru í annarlegu ástandi, bíllinn var stolinn, báðir voru ökuréttindalausir og auk þess fundust fíkniefni í fórum þeirra. Enga tilraun gerðu þeir til að flýja af vettvangi þegar lögreglan kom, enda orðnir band-vanir eins og lögreglan orðar það stundum um menn sem margoft hafa verið handteknir fyrir afbrot. Tvímenningarnir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir þegar víman rennur af þeim og veruleikinn blasir við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×