Uppsagnir á Ólafsfirði 18. nóvember 2004 00:01 Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira