Hugmynd komið í verk 18. nóvember 2004 00:01 "Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira