Sennilega gömul sál 18. nóvember 2004 00:01 Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira