Játar að hafa slegið Danann 14. nóvember 2004 00:01 Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira