Játar að hafa slegið Danann 14. nóvember 2004 00:01 Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira