Vilja 130 þúsund í eingreiðslu 14. nóvember 2004 00:01 Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira