Glanstímarit á Íslandi 11. nóvember 2004 00:01 Base Camp er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem tekur að sér að skipuleggja alls kyns viðburði. Helgina 22.-24. október kemur Base Camp upp grunnbúðum við rætur Sólheimajökuls. Ástæða þessarar uppákomu var að breska glanstímaritið In Style ferðaðist hingað til lands til að taka tískuljósmyndir. In Style hefur gert það að venju að fá fræga leikara sem fyrirsætur og í þetta skiptið varð Jaime Murray fyrir valinu. Hún er aðalstjarna vinsælla þátta sem heita Hustle og eru sýndir í heimalandi hennar, Bretlandi. "Myndatakan og allt ferlið gekk eins og í sögu og hefði í raun ekki getað gengið betur. Leikkonan ásamt fríðu föruneyti frá In Style fór ánægð heim eftir að hafa upplifað fegurðina á Íslandi," segir Lárus Halldórsson, yfirframleiðandi Base Camp. Fleiri erlendir gestir eru væntanlegir til lands með aðstoð Base Camp og má þar nefna útivistarvöruframleiðandann Timberland og dagblaðið Daily Telegraph. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Base Camp er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem tekur að sér að skipuleggja alls kyns viðburði. Helgina 22.-24. október kemur Base Camp upp grunnbúðum við rætur Sólheimajökuls. Ástæða þessarar uppákomu var að breska glanstímaritið In Style ferðaðist hingað til lands til að taka tískuljósmyndir. In Style hefur gert það að venju að fá fræga leikara sem fyrirsætur og í þetta skiptið varð Jaime Murray fyrir valinu. Hún er aðalstjarna vinsælla þátta sem heita Hustle og eru sýndir í heimalandi hennar, Bretlandi. "Myndatakan og allt ferlið gekk eins og í sögu og hefði í raun ekki getað gengið betur. Leikkonan ásamt fríðu föruneyti frá In Style fór ánægð heim eftir að hafa upplifað fegurðina á Íslandi," segir Lárus Halldórsson, yfirframleiðandi Base Camp. Fleiri erlendir gestir eru væntanlegir til lands með aðstoð Base Camp og má þar nefna útivistarvöruframleiðandann Timberland og dagblaðið Daily Telegraph.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira