Virðing Íslands að veði 10. nóvember 2004 00:01 Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira