Grátlega erfiður hnútur 9. nóvember 2004 00:01 "Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
"Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira