Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi 9. nóvember 2004 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira