Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara 8. nóvember 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira