Amfetamín falið í loftpressu 8. nóvember 2004 00:01 Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira