Fá tvær vikur til lausnar 8. nóvember 2004 00:01 Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira