Þrír handteknir í Keflavík

Lögreglan í Keflavík færði þrjá menn í fangageymslur í nótt vegna ölvunarástands þeirra að sögn Víkurfrétta. Einn þremenninganna hafði sparkað í fót eins lögreglumanns sem þurfti að hafa afskipti af honum. Allir mennirnir voru látnir sofa úr sér vímuna.