2 milljarða tap vegna verkfallsins 13. október 2005 14:56 Þjóðarbúið hefur tapað að minnsta kosti tveimur milljörðum nú þegar vegna verkfalls grunnskólakennara. Verkfallið stóð í sex vikur og ef fram fer sem horfir hefst það á ný í vikunni. Mikil óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara og er talið fullvíst að hún verði felld í atkvæðagreiðslunni sem nú stendur yfir sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Það er nokkuð flókið að reikna út þjóðhagslegt tap af slíku verkfalli. Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, gerði þó tilraun til þess við upphaf verkfallsins að beiðni fréttastofu. Sveitarfélögin greiða grunnskólakennurum rúmlega fimmtán og hálfan milljarð í laun í ár. Það gerir 300 milljónir á viku eða 43 milljónir á hverjum degi. Ragnar segir að þjóðhagslegt tjón vegna verkfallsins sé fyrst og fremst að sérþjálfað vinnuafl 4.300 manna nýtist ekki og það tjón má meta upp á að minnsta kosti það sama og laun þeirra, eða 300 milljónir á viku. Það sé algjört lágmark því ofan á þessa tölu bætist að virðisauki vinnunnar tapast og hugsanlegt tjón foreldra og fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. Þá segir Ragnar að í verkföllum verði félagslegt og sálrænt uppnám sem meta má til þjóðhagslegs tjóns, enda snúist þjóðarhagur um mannlega velferð. Á sex vikna verkfalli grunnskólakennara hefur þjóðarbúið því að minnsta kosti tapað 1,8 milljörðum króna. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þjóðarbúið hefur tapað að minnsta kosti tveimur milljörðum nú þegar vegna verkfalls grunnskólakennara. Verkfallið stóð í sex vikur og ef fram fer sem horfir hefst það á ný í vikunni. Mikil óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara og er talið fullvíst að hún verði felld í atkvæðagreiðslunni sem nú stendur yfir sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Það er nokkuð flókið að reikna út þjóðhagslegt tap af slíku verkfalli. Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, gerði þó tilraun til þess við upphaf verkfallsins að beiðni fréttastofu. Sveitarfélögin greiða grunnskólakennurum rúmlega fimmtán og hálfan milljarð í laun í ár. Það gerir 300 milljónir á viku eða 43 milljónir á hverjum degi. Ragnar segir að þjóðhagslegt tjón vegna verkfallsins sé fyrst og fremst að sérþjálfað vinnuafl 4.300 manna nýtist ekki og það tjón má meta upp á að minnsta kosti það sama og laun þeirra, eða 300 milljónir á viku. Það sé algjört lágmark því ofan á þessa tölu bætist að virðisauki vinnunnar tapast og hugsanlegt tjón foreldra og fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. Þá segir Ragnar að í verkföllum verði félagslegt og sálrænt uppnám sem meta má til þjóðhagslegs tjóns, enda snúist þjóðarhagur um mannlega velferð. Á sex vikna verkfalli grunnskólakennara hefur þjóðarbúið því að minnsta kosti tapað 1,8 milljörðum króna.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira