Gríðarleg óánægja með tillöguna 6. nóvember 2004 00:01 Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira