Ekki aðeins kennarar óánægðir 6. nóvember 2004 00:01 Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira