Forstjórarnir njóta enn trausts 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira