BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda 5. nóvember 2004 00:01 Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi" Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi"
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira