Siðferðismál réðu miklu um úrslit 3. nóvember 2004 00:01 Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira