Innlent

Undirskriftir vegna Þjóðarbókhlöðu

 Með söfnuninni vill ráðið berjast fyrir lengdum opnunartíma Háskólabókasafnsins. Undirskriftasöfnunin fór af stað um helgina og lauk í morgun. Síðar í dag verður fundur í háskólaráði þar sem tekin verður afstaða til tillögu stúdenta. Skólayfirvöld ákváðu fyrr á árinu að veita ekki fé til kvöldopnunar safnsins eins og gert hafði verið. Bókhlaðan var áður opin til klukkan 22 á kvöldin en frá og með september lokar hún klukkan 19 alla virka daga nema miðvikudaga en þá lokar klukkan 22. Opnunartími safnsins um helgar var auk þess skertur. Upphaflega nam fjárveiting vegna kvöldopnunar safnsins 15 milljónum króna, að sögn stúdentaráðs, en eftir að hagrætt hefur verið í rekstri safnsins er sú upphæð komin niður í 8 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×