Innlent

Vettvangsrannsókn að ljúka

Hugsanlega verða send sýni utan til rannsóknar vegna manndrápsins í Hamraborg aðfaranótt mánudags að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Magnús Einarsson sem varð Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og móður tveggja barna þeirra, að bana hefur verið yfirheyrður einu sinni. Friðrik segir koma í ljós á næstu dögum hvort senda þurfi sýni eins og lífsýni utan til rannsóknar en ekki er víst að þörf sé á því. Vettvangsrannsókn á heimili fólksins í Hamraborginni er langt komin og lýkur væntanlega í dag. Magnús verður hugsanlega yfirheyrður öðru sinni í dag. Yfirheyrslu annarra vitna er lokið að mestu. Friðrik Smári segir enn ekki hægt að segja til um ástæðu verknaðarins, rannsóknin sé einfaldlega ekki það langt komin. Friðrik segir erfitt að segja til um hvort Magnús sé trúverðugur í frásögn sinni um atburði næturinnar örlagaríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×