Erlent

Kjörsókn aldrei meiri

Kjörsókn í bandarískum forsetakosningum hefur aldrei verið meiri. Miklar raðir mynduðust við kjörstaði og þurftu sumir kjósendur að bíða í um níu klukkustundir. Talið er að allt að 120 milljónir kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn, sem er jafnmikið eða meira hlutfallslega en á metárinu 1960. Hin langa bið í biðröðum hefur valdið reiði og hneykslan og spyrja menn sig hvort brotið hafi verið á réttindum fólks því ekki hafi allir tækifæri til að bíða svo lengi eftir að kjósa. Margra augu beindust að framkvæmdinni í Flórída vegna vandræðanna í síðustu kosningum. Þar hefur allt gengið tiltölulega vel en þó hafa verið vandamál með að láta fjölda atkvæða ganga upp, en menn vita ekki enn hvort mistökin eru mannleg eða hvort þau stafi af vandamáli með tölvuforrit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×