Erlent

Munar átta kjörmönnum

Litlu munar á kjörmannafjölda George W. Bush og John Kerry eftir að Kerry tryggði sér sigur í Pennsylvaníu, einu óvissuríkjanna sem barist var um, og Kaliforníu, ríkisins sem gefur af sér flesta kjörmenn og Kerry var sigurstranglegur í. Samkvæmt síðustu tölum NBC er Bush búinn að tryggja sér 207 kjörmenn en Kerry 199 kjörmenn. Bush gerði sér miklar vonir um að vinna íbúa Pennsylvaníu á sitt band en hann tapaði fyrir Al Gore í ríkinu fyrir fjórum árum. Hefði Bush haft betur í baráttunni um Pennsylvaníu við Kerry nú hefði það getað gert út um möguleika Kerry á því að verða forseti. Eftir þetta aukast enn líkurnar á því að úrslit forsetakosninganna ráðist á því hvor hefur betur í Flórída og Ohio. Kerry þarf að vinna annað til að verða forseti. Miðað við fréttir í bandarískum fjölmiðlum kann að vera að úrslit í ríkjunum tveimur liggi ekki fyrir fyrr en á fimmtudag og jafnvel síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×