Erlent

Ræðst í Ohio

Ætli John Kerry sér að verða forseti verður hann að vinna í Ohio, sagði Tim Russert, stjórnandi stjórnmálaþáttarins Meet the Press í kosningasjónvarpi NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Hann benti á að baráttan réðist í níu ríkjum, fjórum sem George W. Bush vann síðast og fimm sem Al Gore vann. Til að vinna verði Kerry að ná einu þeirra af Bush. Ríkin sem um ræðir eru Flórída, Ohio, Nevada og New Hampshire sem Bush fagnaði sigri í. Nái Kerry að sigra í Flórída eða Ohio verður hann ofan á í baráttunni um forsetaembættið að því gefnu að hann tapi engu þeirra fimm ríkja sem Al Gore vann fyrir fjórum árum og voru óvissuríki nú. Hann er búinn að tryggja sér sigur í því stærsta, Pennsylvaníu með 21 kjörmann. Hin ríkin eru Iowa, Minnesota, Nýja Mexíkó og Wisconsin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×